Sumarið 2004 var grunnstöðvanet Landmælinga Íslands frá árinu 1993 endurmælt með GPS tækni. Mæliátakið var samvinnuverkefni íslenskra stofnana og hlaut nafnið ISNET2004 Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir aðilar sjá alfarið um skipulagningu og framkvæmd mælingaverkefnis af þessari stærðargráðu.Reglugerð um viðmið ISN2004.

 

 

Mælistöðvar sem mældar voru í mæliátakinu ISNET2004.

Unnið var úr mælingunum með þrenns konar GPS úrvinnsluhugbúnaði, Trimble Total Control Geonap og Bernese 5.0. Niðurstöður TTC og Bernese eru svokallaðar fixed lausnir en niðurstaða Geonap er float lausn. Gott samræmi var á milli hugbúnaðarlausnanna þriggja. Vegið meðaltal lausnanna myndar síðan lokalausnina. Lausnin er í kerfi IGb00 epoch 2004.6.

Hnitaskrár 2004 mælinganna:

Jarðmiðjuhnit

Baughnit

 Sé nýja lausnin borin saman við ISN93 sést landrek Íslands greinilega. Norður-Ameríkuflekann rekur í norðvestur en Evrasíuflekann í norðaustur.

Hér fyrir neðan er svo að finna jarðmiðju- og baughnit mælistöðva úr mæliátakinu ISNET2004.

Láréttar færslur mælistöðva í grunnstöðvaneti frá 1993 til 2004 í kerfi IGb00.

Sé litið á hæðarbreytingar sést að landið er bæði að rísa og síga. Mest er landrisið í og umhverfis Vatnajökul en mesta sig er á Reykjanesi.

Hæðarbreytingar á mælistöðvum í grunnstöðvaneti frá 1993 og 2004 í kerfi IGb00.

Til þess að greina betur bjögun grunnstöðvanetsins er gott að draga meðal norðurfærslu. Meðal norðurfærslan reyndist um 20 cm.

Lárétt bjögun grunnstöðvanetsins frá 1993 til 2004 í kerfi IGb00.

Ljóst er að bjögun netsins er mismunandi á milli landshluta eins og sjá má ef við berum saman Suðvesturhorn landsins og svo Vestfirði.

Lítil bjögun hefur átt sér stað á Vestfjörðum.

Hér hefur grunnstöðvanetið bjagast mikið bæði vegna landreks en einnig vegna jarðskjálfta.

Einnig getur verið fróðlegt að skoða einvíðar færslumyndir til þess að greina austur- vesturfærsluna og norður-suðurfærsluna.

Hér sjást skilin milli Norður-Ameríku og Evrasíuflekans mjög greinilega, einnig sjáum við frábrugðna hegðun í Grímsvötnum sem líklega má rekja til óróa á svæðinu milli 1993 og 2004.

Hér sést að Norðurfærslan er meiri á Norður-Ameríkuflekanum. Einnig sjáum við frábrugðna hegðun á Suðurlandsundirlendinu og má líklega rekja það til Suðurlandsskjálftanna árið 2000.