Fara í efni

Örnefnaskráning

Landmælingar Íslands hafa undanfarin ár notið aðstoðar staðkunnugra heimildamanna vítt og breitt um landið við skráningu örnefna. Oftast hafa einstaklingar sem eru fróðir um örnefni á sínu svæði beint samband en í sumum tilvikum hafa átthagafélög, félög eldri borgar eða sveitarfélög sett á laggirnar verkefni með sínu fólki og komið sér þannig í samband við Landmælingar Íslands.

Heimildamenn geta valið um að fá til sín útprentaða mynd sem þeir teikna inn á með hliðsjón af örnefnalýsingu eða að skrá beint í örnefnagrunn í tölvu. Til þess hafa Landmælingar Íslands útbúið örnefnaritil sem er vefskráningartól og auðveldar skráningu örnefna frá heimildamönnum hvaðan sem er á landinu. Örnefnin sem skráð eru birtast strax í örnefnagrunni Landmælinga Íslands. Örnefnin eru lesin yfir vikulega af starfsfólki hjá Landmælingum Íslands og birt í kjölfarið. Uppfærsla örnefna í IS 50V gagnagrunninum til niðurhals er er þó eingöngu fjórum sinnum á ári.