Fara í efni

Grúskarinn

Margir hafa ánægju af því að grúska í gömlum gögnum eins og gömlum bæjarteikningum og ljósmyndum Dana sem margar hverjar eru orðnar meira en hundrað ára gamlar. Hér er hægt að grúska að vild, í sögulegum gögnum, örnefnasjánni, kortasöfnum og kortasjá. Einnig  er hægt að skoða heimildir um sveitarfélagmörk og annars staðar er hægt að sjá hversu mikið sveitarfélagamörk hafa breyst síðan 1910. Þá má skoða þrívíddarkort þar  sem auðvelt er að sjá fyrir sér landslagið, enda hægt að velta kortunum fram og til baka og skoða úr öllum áttum.