Kortasjá inniheldur fjöldann allan af landupplýsingum
Ferðalangurinn
Ef þú vilt skipuleggja ferðalag um Ísland með kortum þá er allt sem þarf til þess að finna hér fyrir neðan. Landupplýsingagáttin gefur möguleika á að raða saman kortalögum frá ýmsum stofnunum og búa til eigið landakort. Undir Landakort er að finna einfalt Íslandskort fyrir börnin þar sem þau geta merkt við áfangastaði ferðalagsins.
Í undirbúningnum er gott að skoða kortasjána sem inniheldur m.a. hæðarlínur, vegi og vatnafar, í kortasafninu er hægt að finna öll útgefin landakort Landmælinga Íslands á einum stað og í örnefnasjá má finna öll örnefni sem hafa verið skráð í gagnagrunn stofnunarinnar og þar bætast vikulega fleiri örnefni við.
.