Fara í efni

Fagmaðurinn

Landmælingar Íslands framleiða og varðveita margvísleg landfræðileg gögn. Íslenska ríkið er eigandi að öllum réttindum sem Landmælingar Íslands hafa öðlast og gætir stofnunin hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu því efni sem hún hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi

Landfræðileg gögn eru notuð mjög víða, bæði af opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum. Þau eru mikilvæg forsenda vandaðrar vinnu t.d. vegna umhverfis-, öryggis-, skipulags- og orkumála, rannsókna, opinberra framkvæmda og síðast en ekki síst nýsköpunar.

Þeir sem vinna með landfræðileg gögn, mælingar eða annað þar sem loftmyndasafn, landupplýsingagátt, grunngerð landupplýsinga, upplýsingar um mælingar og gjaldfrjáls gögn nýtast eru hér á hárréttum stað.