Fara í efni

Íslenskar fitjuskrár

Hér er hægt að skoða og hlaða niður fitjuskrám sem tengjast staðlinum ÍST 120 – Skráning og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa. Fitjuskrárnar ná yfir fyrirbæri tengd náttúrufari og mannvirkjum af ýmsum toga og eru notaðar við flokkun staðfræðilegra gagna, óháð kerfum og hugbúnaði sem notaður er við vinnslu landupplýsinga.

Bent er á að fitjuskrárnar eru uppfærðar eftir því sem þörf er á og að hér er alltaf birt nýjasta útgáfan. Allar breytingar sem eru gerðar eru skráðar aftast í hverja fitjuskrá. Við nýja útgáfu er útgáfunúmerinu breytt. Til að vera viss um að vera alltaf með nýjustu útgáfuna fyrir framan sig er best að skoða fitjuskrárnar á heimasíðunni. Ekki er hægt að ábyrgjast að útprentuð eintök séu enn í gildi.

Vinsamlega sendið athugasemdir og spurningar um fitjuskrárnar til lmi@lmi.is eða hafið samband í síma 430 9000.

Sameiginlegar fitjueigindir – valkvæmar

Hér eru taldar upp valfrjálsar fitjueigindir sem eru sameiginlegar með mörgum fitjutegundum og eru notaðar þegar það á við.

Nánar um fitjuskrána:

Í fyrstu útgáfu staðalsins ÍST 120 voru þessar eigindir undir yfirflokki 000, Lýsigagnaeigindir. Þær voru ýmist skilgreindar sem eigindir sem skylda er að skrá, eigindir sem skylda er að skrá í vissum tilvikum og valfrjálsar eigindir. Þetta gat verið nokkuð óljóst í notkun. Hægt var að færa rök fyrir því að sumar eigindanna sem skylda var að skrá í vissum tilvikum ætti örugglega að skrá við vissar aðstæður, en samt er það val þar sem oft er um matsatriði að ræða. Því var ákveðið að breyta þessari flokkun. Fitjueigindir sem ætti alltaf að skrá (skylduskráning) eru eftir sem áður í staðlinum ÍST 120 Skráning og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa.

Markmiðið með þessu breytta fyrirkomulagi er að bæta aðgengi að fitjuskránum og þar með að ná til enn fleiri notenda / framleiðenda landupplýsinga. Í fyrstu útgáfu ÍST 120:2007 staðalsins voru allar fitjueigindir hluti af staðlinum en ákveðið var að hverfa frá þessu fyrirkomulagi.

Fitjuskrárnar eru þar með ekki lengur hluti af staðlinum en þemaskipting þeirra er skilgreind í ÍST 120 og vísað er á þær úr staðlinum. Mælt er með því að fitjuskrárnar verði notaðar eftir sem áður við flokkun landupplýsinga enda er komin góð reynsla á samræmdri flokkun og skráningu landupplýsinga