Fara í efni

Landmælingar Íslands eru fluttar

Landmælingar Íslands hafa flutt aðsetur sitt frá Stillholti 16-18 á Akranesi þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá ársbyrjun 1999. Nýtt aðsetur stofnunarinnar er að Smiðjuvöllum 28 á Akranesi þar sem innréttað hefu verið glæsilegt rými fyrir starfsemina og byggist hönnunin á hugmyndum um verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Það húsnæði sem leigt hefur verið fyrir starfsemina er ríflega 600 m2, sem er einungis 40% af því húsnæði sem stofnunin var með á leigu að Stillholti.