Fara í efni

Umhverfisstefna Landmælinga Íslands

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi stofnunarinnar til að auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi.

Forstjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd umhverfisstefnunnar. Stefnan er stöðugt í endurskoðun og framfylgt í samráði við starfsmenn. Umhverfishópur er starfandi og skal hann fylgjast með framkvæmd stefnunnar og eftir atvikum koma með ábendingar um endurskoðun hennar. Umhverfisstefnan og leiðir til að uppfylla hana eru reglulega kynnt á starfsmannafundum.
Starfsmenn Landmælinga Íslands framfylgja umhverfisstefnunni og hafa hana að leiðarljósi í störfum sínum. Starfsmenn sýna gott fordæmi og leggja sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar.
Leiðarljós:

  • Fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál
  • Hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við öflun aðfanga, þ.m.t. við fjárfestingar og útboð
  • Haldið er grænt bókhald og staða umhverfismála skoðuð í framhaldi af því
  • Starfsmönnum eru tryggð heilsusamleg og örugg starfsskilyrði
  • Notaðar eru umhverfismerktar vörur
  • Stöðugt er unnið að því að draga úr myndun úrgangs og stuðlað að endurnýtingu og endurvinnslu hans. Jafnframt er öðrum úrgangi fargað á viðeigandi hátt
  • Orkunotkun er haldið í lágmarki og leitast við að draga úr mengun í starfsemi stofnunarinnar
  • Einnota borðbúnaður er ekki notaður
  • Umhverfisstefnan er í stöðugri þróun og endurskoðuð a.m.k. á þriggja ára fresti