Fara í efni

Tímalína fyrir breytingar á sveitarfélagamörkum

Í Sveitarfélagssjánni er komin inn tímalína sem sýnir þróun sveitarfélaga og sveitarfélagamarka frá 1904, en töluverðar breytingar hafa orðið á þessum mörkum í gegnum tíðna.

Smellið á Gögn og hakið við Sveitarfélög, tímalína, 1904-2021. Hægt er að "spila" breytingarnar eða færa tímaásinn til að sjá þær breytingar sem hafa orðið á milli ára.

Ef um nýtt sveitarfélag er að ræða þá litast það blátt, t.d. þegar sveitarfélögum er skipt upp eins og var vinsælt um miðja síðust öld eða þegar sveitarfélög sameinast undir nýju nafni eins og mikið hefur verið um síðastlina áratugi.

Ef einungis hefur orðið breyting á heiti en ekki sveitarfélagamörkum þá litast sveitarfélagið grænt.

Ef lögun sveitarfélagsins hefur breyst þá litast það gult, en það á við þegar sveitarfélög hafa sameinast undir nafni annars eða eins þeirra. 

Ef ekkert hefur breyst þá er liturinn grár.

Einnig er hægt að smella á sveitarfélag eða sveitarfélagamörk og þá birtast upplýsingar um hvernig breytingu var um að ræða, hvenær hún tók gildi og hvenær næsta breyting varð á sveitarfélaginu.

Til gamans má geta þess að 15 sveitarfélög hafa ekki breytt um heiti né lögun frá 1904.

Þessi gögn má einnig skoða í Landupplýsingasjá LMÍ