Fara í efni

Breytingar á útgáfutíðni IS 50V

Gerðar hafa verið breytingar á tíðni útgáfu IS 50V kortagrunnsins. Áður voru tvær útgáfur á ári á flestum lögum grunnsins en nú verður útgáfum ákveðinna laga fjölgað en annara fækkað.

Í dag kom ný útgáfa af örnefnum á niðurhalssíðu LMÍ og markar sú útgáfa breytingar í þá átt að nú munu örnefni koma út fjórum sinnum á ári. Sú útgáfa sem er aðgengileg í vefþjónustum LMÍ eða vefsjám er þó uppfærð vikulega.

 Hér má sjá yfirlit yfir tíðni útgáfu á lögum IS 50V 

Heiti lags Vefþjónustur, vefsjár Gögn til niðurhals 
Örnefni Vikulega Á þriggja mánaða fresti
Mannvirki Á þriggja - sex mánaða fresti Árlega
Mörk Þegar breytingar verða Þegar breytingar verða
Samgöngur Á þriggja mánaða fresti Árlega eða tvisvar á ári
Vatnafar Þegar breytingar verða Þegar breytingar verða
Strandlína Þegar breytingar verða Þegar breytingar verða
Hæðargögn Þegar breytingar verða Þegar breytingar verða