Fara í efni

IS 50V

Stafræni gagnagrunnurinn IS 50V er stöðugt í endurskoðun og vinnslu hjá Landmælingum Íslands. Hann er í notkun hjá mörgum stofnunum og sveitarfélögum auk þess að vera nýttur í kortaútgáfu og leiðsögukerfi fyrir bíla. Við endurskoðun gagnanna er stuðst við margvíslegar heimildir og gögn s.s. GPS mælingar á vegum, ýmis myndgögn og gögn frá öðrum stofnunum og sveitarfélögum.

Grunnurinn í IS 50V gagnasettinu samanstendur af 8 lögum. Skiptingin er eftirfarandi:
hæðarlínur og hæðarpunktar, mannvirki, mörk, samgöngur, vatnafar, strandlína, yfirborð og örnefni.
Hægt er að sjá lýsigögn um IS 50V í lýsigagnagátt Landmælinga Íslands.
Gögnin er hægt að nálgast  á niðurhalssíðunni. Einnig er hægt að nálgast IS 50V í gegnum wms og wfs þjónustur.