Landmælingar Íslands í samvinnu við fulltrúa fjölmargra ríkisstofnana, sem hafa með landupplýsingar að gera, hafa unnið drög að nýrri Aðgerðaráætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Íslands. Aðgerðaráætlunin tekur við af gildandi áætlun sem var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra 20. desember 2013, og var til fimm ára. Í nýrri aðgerðaráætlun eru […]
Lýsigagnagáttin uppfærð
Undanfarnar vikur hefur vinna við uppfærslu á Lýsigagnagáttinni farið fram. Nú er vinnunni lokið og búið er að opna nýju útgáfuna. Skráningaraðgangar voru ekki virkir á meðan á uppfærslunni stóð en eru núna aftur opnir, þannig að notendur geta skráð sig inn og uppfært skráningar sé þörf á því. Helstu breytingarnar tengjast notendavænna viðmóti. Verið […]
Nýtt þjónustukort
Byggðastofnun hefur kynnt fyrsta áfanga þjónustukorts sem sýna á aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Markmiðið er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu. Landmælingar Íslands hafa komið að verkefninu frá upphafi enda tengist það mjög lögbundnum verkefnun stofnunarinnar um miðlun og grunngerð landupplýsinga og ráðgjöf til stjórnvalda. […]
Fyrirlestur um landupplýsingar á UTmessunni 2018
Á UTmessunni sem haldin var í Hörpu föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn flutti Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður hjá Landmælingum Íslands, fyrirlestur um landupplýsingar og aðgengi að þeim. Fyrirlesturinn vann hún í samvinnu við Hafliða S. Magnússon, verkefnisstjóra tölvukerfis hjá stofnuninni og nefndist hann Landupplýsingar upp úr skúffunni í ákvarðanaferli. Meðal þess sem Eydís ræddi um voru […]
Aukið aðgengi að opnum gjaldfrjálsum kortagögnum í Evrópu
Nýlega birtu EuroGeographics (samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu) niðurstöður könnunar um aðgengi að opnum kortagögnum/landupplýsingum. Könnuninni svöruðu 46 korta- og fasteignastofnana í Evrópu og var spurt um ýmislegt í tengslum við opin gögn, s.s. gjaldfrelsi, aðgengi, niðurhal og skilmála. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að opið og gjaldfrjálst aðgengi að þessum gögnum hafi aukist […]
Aðgengi að landupplýsingum á Íslandi að aukast
Síðan lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsinga á Íslandi voru sett árið 2011, hafa opinberir aðilar unnið að því að gera gögn sín aðgengileg. Eitt fyrsta verkefnið var að skrá lýsigögn fyrir gögnin og birta þær upplýsingar, auk þess gera gögnin sýnileg. Fyrsta skrefið í aðgengi hefur verið í formi skoðunarþjónusta og er nú hægt […]
Fyrirlestur um hvernig gögn í nýrri Landupplýsingagátt nýtast
Haustráðstefna LÍSU og GI Norden var haldin 11. og 12. október síðastliðinn. Á ráðstefnunni flutti Hafliði Sigtryggur Magnússon, tölvunarfræðingur, fyrirlestur þar sem hann fjallaði um hvernig gögn í nýrri Landupplýsingagátt Landmælinga Íslands nýttust nefnd sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði 14. júlí 2016. Hlutverk nefndarinnar er að greina og kortleggja svæðið innan miðhálendislínu á heildstæðan hátt. […]
Árleg INSPIRE ráðstefna haldin í Þýskalandi
Dagana 6. – 8. september var árleg ráðstefna Evrópusambandsins um INSPIRE tilskipunina haldin í Strassburg í Frakklandi. Yfirskrift ráðstefnunnar var að þessu sinni „Thinking out of the Box“. Ráðstefnuna sóttu rúmlega 1000 þáttakendur sem á einn eða annan hátt tengjast INSPIRE tilskipuninni s.s. notendur og framleiðendur landupplýsingar, stjórnendur opinberra- og einkafyrirtækja ásamt sérfræðingum s.s. í […]
GEMET orðalistinn nú á íslensku
GEMET stendur fyrir General Multilingual Environmental Thesaurus sem er samræmdur íðorðalisti eða hugtakasafn á sviði umhverfismála. Orðalistinn, sem er á mörgum tungumálum, var þróaður hjá evrópsku umhverfisstofnunarinni (EEA) og European Topic Centre on Catalogue of Data Sources (ETC/CDS). Grundvallarhugmyndin á bak við þróun GEMET orðalistans var að búa til eitt samræmt hugtakasafn á sviði umhverfismála […]
INSPIRE vinnur með þér
Notkun landupplýsinga er orðin mikilvægur þáttur við ákvarðanatöku stjórnvalda víða um heim. Vegna þessa er mikilvægt að aðgengi að gögnum sé ekki aðeins milli stjórnsýslu hvers lands heldur einnig milli aðliggjandi landa. Til að mæta þessari þörf hefur Evrópusambandið unnið að auknu aðgengi opinberra landupplýsinga og stöðlun þeirra, einkum til að nýta megi þær milli […]