Fara í efni

IceCORS

IceCorsÁrið 2009 ákváðu Landmælingar Íslands (LMÍ) að útbúa þjónustu fyrir svæðistengda staðsetningarþjónustu. Þetta net sem kallað er IceCORS samanstendur af jarðstöðvum sem eru dreifðar yfir landið.

Helstu tæknieinkenni þjónustunnar eru:

  • Undirstaða loftnets: fjórfótur úr stáli, þak, strompur, stöpull.
  • Sporvöluhæð (GRS80/WGS84) fyrir stöðvarnar er á milli 77 og 1035 metrar.
  • Bílgeymir er hafður sem trygging fyrir þriggja daga uppitíma.
  • Stjórnstöð (server LMÍ) fær gagnastreymið frá viðmiðunarstöðvunum með því að nota internettengingu. Í sumum tilfellum er notast við +PC+NtripCaster tengingu til að fá aðgang að gagnastreyminu.
  • Flestir móttakaranna eru sjálfstæðir, aðrir tengjast við tölvu á staðnum.
  • Hver stöð streymir gögnum og hrágögnum í rauntíma. Hrágögn eru á sérstöku formi og eru skráð í minni móttakarans eða í tölvu.
  • Samskipti um 3G og ADSL.
  • Ekki eru allar viðmiðunarstöðvar með GPS+GLONASS aðgengi.
  • Algildar kvarðanir á loftnetum eru notaðar fyrir viðmiðunarstöðvar.
  • Geo++GNSMART hugbúnaður er notaður fyrir eftirlit við stöðvarnar.
  • Stjórnstöð veitir notendum straum í rauntíma (RTCM) og RINEX skrár með því að nota GNWEB.
  • Öll mæligögn og rauntímaleiðréttingar hafa viðmiðunina ISN2016.

Veittur er aðgangur að tvenns konar þjónustum, svokölluðum “Network Solution” og “Single Reference Base” leiðréttingu SRB RTK (RTCM 2.3 og RTCM 3.0 streymi). Notendur (Rover, færanleg stöð) þurfa að geta haft samskipti við stjórnstöð okkar í báðar áttir (rover þarf að senda sína staðsetningu með því að nota NMEA-GGA/NMEA-AdV skilaboð). Stjórnstöðin velur sjálfvirkt næstu viðmiðunarstöð fyrir RTK. Stöðinni sem hefur verið valin er haldið jafnvel þótt notandinn (rover) færist nær annarri stöð. Ef notandinn (rover) vill skipta yfir í aðra stöð þarf hann að aftengjast og tengja sig svo aftur við RTCM_OUT.

Þjónustan er gjaldfrjáls.

Til að nálgast gögnin verður notandinn fyrst að óska eftir aðgangi að vefsvæðinu með því að senda tölvupóst á dalia@lmi.is. Til að gera samskiptin við notandann sem skilvirkastan er nauðsynlegt að fá almennar upplýsingar um notandann s.s. nafn fyrirtækis og tengiliðs og netfang. Notandinn fær síðan sent í tölvupósti notandanafn og lykilorð til að geta nálgast gögnin. Ekkert gjald er tekið fyrir gögnin.